Pistlar:

15. maí 2025 kl. 14:18

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Er auðlindarenta úrelt hugmynd?

Í umræðu um sjávarútveg hér á landi mættu margir horfa til kenninga og rannsókna dr. Þráins Eggertssonar sem kom með mikilvægt framlag til nýstofnanahagfræði (e. new institutional economics) og efnahagslegrar greiningar á stofnunum og eignarrétti. Hagfræðikenningar Þráins snúast fyrst og fremst um hvernig stofnanir (e. institutions), eins og lagakerfi, eignarréttur og samningar, móta efnahagslega hegðun og árangur samfélaga. Fyrir okkur sem höfum áhuga á hagsögu eru kenningar hans og nálgun einnig upplýsandi.

Þráinn (f.1942) er án efa einn merkasti fræðimaður okkar Íslendinga á sviði hagfræði en hann lagði eins og áður sagði áherslu á mikilvægi stofnana eins og þær birtast í reglum, lögum, venjum og skipulagi sem stýra hegðun einstaklinga og fyrirtækja. Óhætt er að segja að hann hafi fært alþjóðlegar kenningar nær íslensku og alþjóðlegu samhengi.fánar

Stofnanir skipta sköpum fyrir hagkvæmni markaða og hvernig auðlindir eru nýttar. Hagfræðikenningar Þráins Eggertssonar ganga út á að skilja hvernig stofnanir, eignarréttur og fyrirkomulagskostnaður móta efnahagslega hegðun og árangur. Hann lagði áherslu á mikilvægi skýrra reglna og traustra stofnana til að draga úr óvissu og stuðla að hagvexti, með sérstakri athygli á íslensku samhengi eins og fiskveiðistjórnun. Kenningar hans bjóða upp á hagnýta nálgun til að greina hvernig samfélög geta nýtt auðlindir sínar á skilvirkan og sjálfbæran hátt.

Fyrirtækin skapa auðlindarentuna

Þar sem umræðan um íslenskan sjávarútveg byggist oft á heldur ruglingslegri hugmynd um auðlind og auðlindarentu getur verið gott að leita í rannsóknir og kenningar Þráins. Margir nálgast umræðuna þannig að sjórinn haldi til haga auðlindarentu, sem er í eigu þjóðarinnar, og svo sé það einungis hlutverk útgerðarinnar að sækja þessi „auðæfi“ á bátum sínum. Fyrir vikið eigi útgerðin að fá greitt fyrir róðurinn, rétt eins og þegar leigubílstjóra er borgað fyrir aksturinn, en ekkert umfram taxta. Þetta telur Þráinn fráleitt en hann sagði þetta í viðtali við tímaritið Frjálsa verslun í lok árs 2013:

„Sjávarútvegsfyrirtæki og starfsfólk þeirra eru ekki sendlar þjóðarinnar sem sækja fyrir hana gullmola í greipar Ægis gegn hóflegu gjaldi. Fyrirtækin skapa auðlindarentuna með nýjungum í veiðum, vinnslu og markaðssetningu, ef umhverfi þeirra hvetur til slíks framtaks. Hugtakið auðlindarenta er úrelt hugmynd frá fyrri öldum þegar hagfræðingar gerðu sér ekki grein fyrir eðli áhættu og mikilvægi stofnana og athafnasemi fyrir verðmætasköpun.“

Það er vert að hafa í huga að upp úr 1990 fólu landsmenn sjávarútveginum að skapa sinn eigin rekstrargrundvöll innan regluverks sem sett var upp sem meðal annars átti að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Þessi tilraun tókst svo vel að íslenskur sjávarútvegur er einstakur á heimsvísu og nú vill sitjandi ríkisstjórn leggja 76% skatt á útgerðina. Að því leyti má segja að sjávarútvegurinn hafi orðið fórnarlamb eigin velgengni.fiskur

Eignarréttur og sameiginlegar auðlindir

Ein af lykilkenningum Þráins laut að því að skýr og vel skilgreindur eignarréttur (e. property rights) sé grundvöllur hagvaxtar og skilvirkrar nýtingar auðlinda. Óskýr eignarréttur getur leitt til „auðlindaharms“ („tragedy of the commons“), þar sem auðlindir eru ofnýttar vegna skorts á ábyrgð eignarhaldsins. Þráinn rannsakaði þetta meðal annars í tengslum við fiskveiðar á Íslandi þar sem hann taldi að kvótakerfið væri dæmi um hvernig eignarréttur yfir sameiginlegum auðlindum getur stuðlað að sjálfbærni.

Þráinn notaði hugtakið fyrirkomulagskostnað (e. transaction costs) til að útskýra hvers vegna sum hagkerfi ná betri árangri en önnur. Fyrirkomulagskostnaður felur í sér kostnað við að semja um samninga, framfylgja þeim og tryggja traust í viðskiptum. Hann hélt því fram að stofnanir sem lækka þennan kostnað (t.d. með skýrum lögum og traustum dómstólum) stuðli að hagvexti. Undanfarna áratugi hefur sjávarútvegurinn lagt verulega til hagvaxtar í landinu með skilvirkum rekstri sínum.

Efnahagsleg hegðun og óvissa

En nú er það hin pólitíska óvissa sem skapar stærstu vandamálin í sjávarútvegi. Þráinn rannsakaði einmitt hvernig óvissa í hagkerfum, til dæmis vegna óskýrra reglna eða óstöðugs pólitísks umhverfis, hefur áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga og fyrirtækja. Hann lagði áherslu á að góðar stofnanir draga úr óvissu og skapa stöðugleika, sem skiptir máli fyrir fjárfestingar og langtímaáætlanir.

Í verkum sínum beitti Þráinn kenningum sínum á íslenskt efnahagslíf, sérstaklega í tengslum við fiskveiðistjórnun og landbúnað. Hann skoðaði hvernig íslenskar stofnanir, eins og kvótakerfið, mótuðu efnahagslega hegðun og studdu sjálfbæra nýtingu auðlinda.síldarv

Kvótakerfið er velheppnuð lausn

Þráinn leit á kvótakerfið sem leið til að úthluta eignarrétti á fiskistofnum, sem áður voru sameiginleg auðlind (e. common-pool resource). Án skýrs eignarréttar væri hætta á ofveiði, eða auðlindaharminum sem áður var vikið að. Með kvótakerfinu fengu útgerðir skýran rétt til að veiða ákveðið magn fisks, sem hvatti til ábyrgari nýtingar.

Þráinn einblíndi frekar á að greina hvernig kvótakerfið virkar sem stofnun heldur en að mæla með sérstökum stefnum, eins og auðlindaskatti. Hann leit á kvótakerfið sem vel heppnaða lausn til að koma í veg fyrir ofveiði, en hann ræddi einnig hvernig pólitískar og félagslegar spurningar, eins og skipting rentunnar, þyrftu að leysast innan ramma stofnana samfélagsins.
Hann benti á að kvótakerfið minnkaði fyrirkomulagskostnað (e. transaction costs) með því að skapa skýrar reglur um hverjir mega veiða og hversu mikið. Það hafi dregið úr óvissu og átökum milli útgerða og auðveldað stjórnun fiskistofna.

Samanburður við aðrar kenningar

Ólíkt klassískri hagfræði, sem leggur áherslu á markaðsverð og framboð/eftirspurn, einblína kenningar Þráins á „leikreglur“ hagkerfisins. Hann tók mið af nýklassískri hagfræði en bætti við félagslegum og sögulegum þáttum, svipað og hagfræðingurinn Douglass North. Í samanburði við sósíalískar kenningar, til dæmis Oskar Lange, sem lögðu áherslu á miðstýringu, studdi Þráinn markaðslausnir studdar sterkum stofnunum. Helstu rit Þráins eru Economic Behavior and Institutions (1990). Þar útskýrir hann grundvallaratriði nýstofnanahagfræði og hvernig stofnanir móta efnahagslega hegðun. Í bókinni Imperfect Institutions (2005) fjallar hann um hvernig ófullkomnar stofnanir geta samt skapað hagvöxt ef þær eru nógu sveigjanlegar og laga sig að breyttum aðstæðum. Íslenskir lesendur geta lesið bókina Háskaleg hagkerfi - tækifæri og takmarkanir umbóta (gefin út 2007) til að kynnast kenningum Þráins en til hennar hefur verið vitnað nokkrum sinnum hér í pistlum.

Í verkum sínum notaði Þráinn íslenska kvótakerfið sem raunverulegt dæmi um beitingu nýstofnanahagfræði. Hann taldi kerfið sýna hvernig skýr eignarréttarskipan, studd lögum og eftirliti, getur umbreytt auðlindanýtingu frá óreiðu yfir í skipulega og sjálfbæra stjórnun. Það myndi hjálpa umræðunni núna mikið ef menn hefðu þekkingu á rannsóknum og kenningum Þráins.

mynd
13. maí 2025

Auðsöfnun í sjávarútvegi

Ef marka má spunakarla úr röðum stjórnarliða virðist ein röksemd fyrir því að hækka beri auðlindagjald vera sú að eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafi grætt svo mikið og séu fyrir vikið orðnir auðmenn á íslenskan mælikvarða. Gefið er í skyn að auðsöfnun þeirra sé vegna þess að það sé rangt gefið, eitthvað í útfærslu fiskveiðistjórnunarkerfisins geri það að verkum að þeir efnist óeðlilega mikið meira
mynd
10. maí 2025

Framleiðni og arðsemi í sjávarútvegi

Það er hægt að fullyrða að íslenskur sjávarútvegur í dag sé fyrst og fremst markaðsdrifinn á meðan hann er enn auðlindadrifinn í flestum öðrum löndum. Á þessu er mikill munur og þetta skýrir árangur íslensks sjávarútvegs, hér vita menn að það verður að ná eins miklum verðmætum og unnt er úr hráefninu þar sem það er takmarkað. Því hefur áhersla á gæði hráefnisins og fullnýtingu fisksins orðið að meira
mynd
8. maí 2025

Opnir kranar ríkisins

Um það bil 46% af vergri landsframleiðslu fer í gegnum endurúthlutunarkerfi hins opinbera. Með öðrum orðum, nánast önnur hver króna sem verður til í hagkerfinu er sótt í gegnum skattkerfið og endurúthlutað aftur í gegnum fjárlög ríkis og sveitarfélaga. Það segir sig sjálft að þessari millifærslu fylgir nokkur kostnaður en getum við haft einhverja tryggingu fyrir því að þessum fjármunum sé betur meira
mynd
6. maí 2025

Buffett leggur töfrasprotann á hilluna

Við erum vön að trúa því að Bandaríkin séu upphaf og endir hlutabréfaviðskipta í heiminum en hlutabréfamarkaðir þar eiga rætur sínar að rekja til seinni hluta 18. aldar. Elsti formlegi hlutabréfamarkaðurinn er oft talinn New York Stock Exchange (NYSE), sem var stofnaður árið 1792, þegar kaupmenn samþykktu að versla með verðbréf undir tré á Wall Street. Þetta markar upphaf skipulagðs meira
mynd
4. maí 2025

Sundabraut og ómöguleikinn

Í um það bil þrjá áratugi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands beðið eftir að eitthvað miði áfram við Sundabraut. Um þetta hefur verið fjallað hér í pistlum með reglulegu millibili og alltaf er hægt að undrast framkvæmdaleysi yfirvalda og skammsýni í málinu. Sundabraut hefur afhjúpað getuleysi yfirvalda þegar kemur að takast á við stórar og kostnaðarfrekar framkvæmdir, rétt eins og urðu meira
mynd
2. maí 2025

Glóaldin í Silves

Fyrir einni öld eða svo fannst málhreinsunarmönnum rétt að íslenska sem flest og þá fæddist hið fallega orð glóaldin yfir appelsínur. Því miður náði orðið ekki að festa rætur en appelsínur eru einkennandi fyrir bæinn Silves í Portúgal. Það er vegna ríkrar sögu svæðisins í appelsínuræktun en þó ekki síður vegna þess hve gómsætar þær eru, sannkölluð glóaldin. Eiginlega rekur mann í rogastans yfir meira
mynd
29. apríl 2025

Týnda fólk hælisleitendakerfisins

Við getum sagt að við séum í miðju auga stormsins. Eftir að hafa rekið ráðaleysislega landamærastefnu og opnað allt upp á gátt þegar kom að hælisleitendum bíður næstu ára að vinna úr vandanum. Í fyrsta lagi þarf að ná utan um það fólk sem hingað streymdi og fara með það í gegnum skriffinnsku hælisleitendakerfisins. Nú þegar heyrast sögur af því að fólk sé einfaldlega týnt, finnist hvergi og það meira
mynd
28. apríl 2025

Grátkórinn eða sannir skattaflóttamenn

Í þeirri umræðu sem hefir verið undanfarið um ætlaða hækkun auðlindagjalds hefur mörgum orðið tíðrætt um að svör útgerðarmanna og hagsmunasamtaka þeirra séu til marks um skort á einhverskonar þegnskap og vöntun á vilja til að greiða til samneyslunnar. Þessi umræða fer gjarnan út í það að tala um „grátkór“ þar sem hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru. Af þessu má stundum hafa gaman og meira
mynd
27. apríl 2025

Kastalabær í Algarve-héraði

Portúgalar eiga sérstakan málshátt um aprílmánuð sem segir: „Í apríl, þúsund regndropar.“ Það er viðeigandi að hafa hann í huga þegar haldið er til Portúgals í þessum mánuði, þó að ætlunin sé að stytta aðeins veturinn hér heima. Málshátturinn vísar til þess hversu rigning er algeng á vorin, sérstaklega í apríl, og er oft notaður til að lýsa breytileika veðurs á þessum tíma. Að þessu meira
mynd
18. apríl 2025

Föstudagur í tilveru kristninnar

Á föstudaginn langa minnast kristnir menn krossfestingar og dauða frelsara síns, Jesú Krists á Golgatahæð. Dagurinn er einn sá mikilvægasti í kristinni trú og markar hástig píslargöngu Jesú. Að sumu leyti hverfist kristin trú um þennan dag sem er talinn fela í sér fórn Jesú fyrir syndir mannkyns, grundvöll frelsissögu kristninnar. Helsta trúarskáld Íslendinga, Hallgrímur Pétursson, orti svo um meira
mynd
15. apríl 2025

Ótrúleg umskipti í Argentínu

Javier Milei, forseti Argentínu, hefur undanfarna mánuði ekki getað hamið spennuna segir í viðskiptatímaritinu Economist. Ástæðan er sú að allt síðan í desember síðastliðnum, þegar síðasti samningur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Argentínu rann út, hefur forseti landsins leitað nýrrar björgunar. Síðan gerðist það síðasta föstu­dag að samningar náðust um að meira
mynd
12. apríl 2025

Heilbrigðiskerfi fyrir hverja?

Ríkisreikningur og bókhald ríkisins er ekki það nákvæmnistæki sem margir skattgreiðendur halda. Því er það svo að við verðum að fara til ársins 2022 til að fá útleggingu á framlögum til heilbrigðismála en þá námu þau um 838 þúsund krónum á hvern íbúa (á föstu verðlagi 2022), og heildarútgjöld ríkissjóðs til málaflokksins voru um 245 milljarðar króna (án fjárfestinga). Þess má geta að meira
mynd
10. apríl 2025

Ríkisstjórnin og skattalegur feluleikur

Það er viðkvæmt fyrir nýja ríkisstjórn að tala um skattahækkanir. Þess vegna er hækkun á auðlindaskatti kynnt sem „leiðrétting“ á gjaldi en ekki skattstofni og sú skattahækkun sem fjölskyldufólk fær með af­námi sam­skött­un­ar hjóna sögð vera „minni­ eftirgjöf“. Reyndar svo lítil að varla að það taki því að nefna það! Ferðaþjónustan í landinu er líka að meira
mynd
9. apríl 2025

Lögreglustjórinn og landamærin

Þýski heimspekingurinn Immanuel Kant taldi að þjóðríki með skýr landamæri væru nauðsynleg til að koma á stöðugleika en merkilegt er til þess að hugsa að Kant fjallaði um landamæri í tengslum við hugmyndir sínar um varanlegan frið, „Um eilífan frið“ (Zum ewigen Frieden, 1795). Hann lagði einnig til alþjóðlegt samstarf sem gæti dregið úr átökum milli ríkja þó að líklega hafi hann ekki meira
mynd
7. apríl 2025

Er hælisleitendakerfið hrunið?

Mestöll samskipti við fólk af erlendum uppruna eru góð og ánægjuleg, rétt eins og á við um mannleg samskipti svona almennt. Líklega er það svo að flestir hafa einhver fjölskyldutengsl við fólk sem hingað hefur flutt og stór hópur Íslendinga á erlent ætterni ef farið er aftur í ættir og stundum þarf ekki að fara langt aftur. Lengst af voru þessi tengsl helst við hinar Norðurlandaþjóðirnar. meira
mynd
1. apríl 2025

Inngilding á Ráðhústorginu

Það er eins og yfir mannhaf yfir að líta á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn nú á ramödunni, helgasta tíma múslíma. Þar heyrist framandlegur hljómur frá mannfjöldanum sem rís og hnígur taktfast. Hin íslamska tilbeiðsla krefst samhljóms. Ef augunum er lokað og eingöngu treyst á heyrn þá verða þessi austrænu bænaköll eins og framandi heimur. Þegar augun eru opnuð og litið upp sjást grænlensku meira
mynd
29. mars 2025

Auðlindin í ólgusjó

Enginn syngur eða yrkir um sjómannslífið lengur enda þjóðin uppteknari við aðra hluti og flest sem tengist sjómennsku er hluti af fortíðinni hjá fólki sem berst við einhverskonar kulnun og almennt tilgangsleysi tilverunnar. Þrátt fyrir það sitjum við uppi með sjávarútveginn, enda einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og hefur, þegar á allt er litið, líklega lagt hvað mest atvinnugreina til þess meira
mynd
27. mars 2025

Afkristnun Miðausturlanda

Staða kristinna manna í Sýrlandi er mjög erfið og flókin en eftir fall Bashar al-Assad-stjórnarinnar í desember 2024 og valdatöku uppreisnarhópa, þar á meðal Hayat Tahrir al-Sham (HTS) undir stjórn Ahmed al-Sharaa, hefur óvissa aukist um örlög minnihlutahópa, þar á meðal kristinna. Víða um Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna fara lækkandi. Til dæmis voru kristnir um 20% af íbúum meira
mynd
25. mars 2025

Dagbók lögreglunnar og undirheimaátök

„Alls voru þrettán handteknir vegna hópslagsmála sem brutust út á ellefta tímanum á föstudagskvöld á Ingólfstorgi þar sem barefli og hníf var beitt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús en þeir voru báðir útskrifaðir í gær. Lögregla rannsakar hvort átökin tengist deilum tveggja hópa í undirheimunum.“ Svona hljómaði frétt Ríkisútvarpsins frá því á sunnudaginn um átök í næturlífi meira
OSZAR »