Tesla hrynur vegna rifrildis Musks og Trumps

AFP/Roberto Schmidt

Sala á bílum frá Tesla féll um 13,5% á öðrum ársfjórðungi og hefur ekki verið minni síðan 2022. Hlutabréfin fylgdu á eftir – eftir opinbert orðastríð forstjórans og forseta Bandaríkjanna. 

Tesla misst dampinn, bæði í sölu og trausti fjárfesta, á sama tíma og Elon Musk fór ítrekað á flug gegn Donald Trump á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt nýjum tölum seldi rafbílaframleiðandinn 384.122 bíla á öðrum ársfjórðungi, sem er 13,5% samdráttur frá sama tíma í fyrra. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem sala fellur verulega, og bendir til að 2025 verði annað samdráttarárið í röð hjá Tesla.

Samhliða hefur kínverski samkeppnisaðilinn BYD tekið fram úr Tesla í sölu bæði í Evrópu og Bretlandi. Frá áramótum á þessu ári er Tesla með Dacia í 3. - 4. sæti yfir flestar nýskráningar á Íslandi, á eftir Toyota í 2. sæti og Kia sem er með flestar nýskráningar. 

Hlutabréf Tesla féllu um 5% eftir að Musk sakaði Trump um að hafa „tapað kosningunum án sinnar aðstoðar“, lýsti nýjum skattalögum sem „viðbjóðslegu afskræmi“, og gaf í skyn að hann gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk. Trump svaraði með hótun um að rifta samningum SpaceX við ríkið – og gaf í skyn að hann gæti jafnvel rekið Musk úr landi.

Fjárfestar óttast nú að umdeild framkoma Musks geti haft áhrif á ríkisstuðning við rafbíla og skaðað ímynd Tesla, á meðan kínverskir keppinautar vinna á.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »