Heldur upp á 99 og 100 ára afmælið

Í tilefni tíu ára afmælis verslunar 66°Norður í Kaupmannahöfn í …
Í tilefni tíu ára afmælis verslunar 66°Norður í Kaupmannahöfn í fyrra var ný verslun opnuð á Kastrup.

Fataframleiðandinn 66°Norður ætlar að halda upp á 100 ára afmæli fyrirtækisins á næsta ári en ákvað jafnframt að taka forskot á sæluna og byrja á 99 ára afmælinu. „Við ákváðum að halda upp á 99 ára afmælið í Kaupmannahöfn, London og í Reykjavík í ár, og byrjuðum í Kaupmannahöfn. 99 er 66 á hvolfi,“ segir Helgi í samtali við ViðskiptaMoggann og hlær.

Í 99 ára afmælisveislunni í Kaupmannahöfn var haldin stór sýning opin almenningi. „Fólk gat komið og skoðað vörur allt síðan fyrirtækið var stofnað árið 1926 á Suðureyri við Súgandafjörð. Þetta voru gamall sjóstakkur, björgunarvesti, flotgalli og gamlar regnkápur frá 1950 m.a. Þá sýndum við búning íslenska ólympíuliðsins frá tíunda áratug síðustu aldar sem við hönnuðum. Við vildum með sýningunni leggja áherslu á arfleifðina.“

Hjálpaði til í Danmörku

Helgi segir að afmælisveislan hafi hjálpað til í Danmörku. „Við fengum gríðarlega mikla umfjöllun í stórum alþjóðlegum fjölmiðlum eins og Vogue, Hypebeast, The Guardian, Financial Times, Elle og Outlander.“

Hjónin Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir eru aðaleigendur 66°Norður.
Hjónin Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir eru aðaleigendur 66°Norður.

99 ára afmælið er upphitun fyrir 100 ára afmælið á næsta ári. Helgi segir að í tilefni þess sé ýmislegt spennandi í pípunum. „Það verða kynntar bæði nýjar vörur og gamlar í nýjum búningi.“

Bjarga mannslífum

Hverju þakkar Helgi athyglina sem vörumerkið hefur fengið hjá stórum fjölmiðlum?

„Fólkið okkar hefur verið öflugt í að byggja upp sambönd og við höfum boðið mörgu fjölmiðlafólki til Íslands í gegnum árin. Svo finnst útlendingum saga og arfleifð vörumerkisins mjög forvitnileg og einstök. Fólk hefur vaxandi áhuga á vörumerkjum sem hafa raunverulega sögu. Það sker okkur frá öðrum að vörumerkið hefur verið til staðar fyrir Íslendinga í heila öld og bjargað mannslífum í gegnum tíðina. Þetta finnst útlendingum mjög merkilegt og einstakt, þó að okkur finnist það kannski sjálfsagt mál.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »