Framtíðarskuldir Reykjavíkurborgar áhyggjuefni

Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri Reykjavíkur. Reksturinn reiðir sig á …
Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri Reykjavíkur. Reksturinn reiðir sig á lántökur og stendur ekki án þeirra undir skuldbindingum. mbl.is/Karítas

Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar á fyrsta ársfjórðungi 2025 dregur að mörgu leyti upp mynd af rekstri sem stendur ekki undir eigin skuldbindingum og má því segja að sé ósjálfbær, ef marka má nýbirt rekstraruppgjör A-hluta borgarinnar.

Rekstrarniðurstaðan fyrstu þrjá mánuði ársins reyndist umtalsvert lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir, neikvæð um 5,4 milljarða króna. Það er nær einum milljarði lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir í samþykktri fjárhagsáætlun.

Þrátt fyrir að skatttekjur hafi farið fram úr áætlun, einkum vegna hærra útsvars, hefur það ekki vegið upp á móti mikilli aukningu launakostnaðar og hækkunar lífeyrisskuldbindinga. Samkvæmt skýrslunni hækkuðu lífeyrisskuldbindingar borgarinnar um 3 milljarða króna á tímabilinu, sem er 2,3 milljörðum yfir áætlun. Heildarlaunakostnaður með lífeyrisskuldbindingum nam tæpum 30 milljörðum króna og var 2,75 milljörðum yfir áætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »