Þróa þriggja milljarða hótelkeðju

Hrefna Björk Sverrisdóttir og Gunnar Páll Tryggvason segja að hótelum …
Hrefna Björk Sverrisdóttir og Gunnar Páll Tryggvason segja að hótelum keðjunnar eigi mögulega eftir að fjölga. Morgunblaðið/Eggert

Framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks, rekstraraðila sérhæfðra sjóða, hefur keypt sex hótel sem sjóðurinn hyggst þróa og byggja upp næstu árin undir vörumerkinu Knox Hotels. Hótelin munu þó halda sérstöðu sinni hvert og eitt.

Með framkvæmdastjórn og skipulagningu verkefnisins fer Hrefna Björk Sverrisdóttir.

Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa Framtaks, segir í samtali við Morgunblaðið að verkefnið hafi farið af stað fyrir tveimur árum. „Við byrjuðum skömmu eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Við sáum sem var að ferðaþjónustan hafði lent á slæmum stað eftir mikinn uppgang síðustu 15 ár þar á undan,“ segir Gunnar og bendir á þá staðreynd að á tiltölulega skömmum tíma hafi ferðaþjónustan vaxið úr 3-400 þúsund gestum árlega á fyrsta áratug aldarinnar upp í 2,5 milljónir eins og staðan er núna.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »