Nýir viðskiptastjórar hjá Motus

Gylfi Steinn Guðmundsson, Ásta Pétursdóttir og Arnar Steinn Helgason.
Gylfi Steinn Guðmundsson, Ásta Pétursdóttir og Arnar Steinn Helgason. Ljósmynd/Aðsend

Motus hefur ráðið þrjá nýja viðskiptastjóra til starfa, þau Arnar Stein Helgason, Ástu Pétursdóttur og Gylfa Stein Guðmundsson. Þau hafa öll hafið störf og munu gegna lykilhlutverki í þjónustu og samskiptum við viðskiptavini.

Leifur Grétarsson, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus, fagnar komu þeirra til fyrirtækisins og haft er eftir honum í tilkynningu:

„Við hjá Motus leggjum mikla áherslu á góða þjónustu og samskipti við viðskiptavini, meðal annars með því að vinna saman með þeim að því að finna bestu leiðirnar til að ná þeirra markmiðum í kröfuþjónustu. Öflugir viðskiptastjórar leika lykilhlutverk í þeirri vinnu og við bjóðum þau Arnar, Ástu og Gylfa hjartanlega velkomin í teymið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »