Trump gagnrýnir bæði Powell og Walmart

Donald Trump lét gamminn geisa á samfélagsmiðlum um helgina.
Donald Trump lét gamminn geisa á samfélagsmiðlum um helgina. AFP/Saul Loeb

Donald Trump skaut föstum skotum á bandaríska seðlabankann á laugardag og hvatti Jerome Powell seðlabankastjóra til að lækka stýrivexti með hraði.

Trump lét heyra í sér á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann skrifaði – í hástöfum – að nær algjör samhljómur væri um að seðlabankinn ætti að lækka vexti fyrr en síðar. Sagði hann Powell frægan að endemum fyrir að vera seinn að bregðast við og að hann myndi líklega „klúðra málunum enn eina ferðina“.

Trump hefur sveiflast á milli þess að annars vegar segjast styðja sjálfstæði seðlabankans og hins vegar gagnrýna Powell og leggja hart að honum að lækka vexti. Telur Trump löngu tímabært að lækka vexti en með því mætti mögulega milda neikvæð áhrif tollainngripa Trumps á bandarískan efnahag. Þá myndi vaxtalækkun örva hagkerfið og líklega leiða til hækkunar á hlutabréfamörkuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »