Nýsköpunarumhverfið og starfsemi Klaks var til umræðu í nýjasta þætti viðskiptahluta Dagmála. Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Klaks var þar gestur.
Spurð hvað sé fram undan hjá Klaki segir Ásta að það sé margt og mikið.
„StartUp SuperNova-hraðallinn er fram undan hjá okkur og fer hann af stað eftir verslunarmannahelgina. Við erum líka með tvö íslensk teymi sem taka þátt í Tink-hraðlinum í Kísildalnum,“ segir Ásta og nefnir að Klak sé einnig með spennandi verkefni í gangi í kringum nýsköpun á heilbrigðissviði.
„Við erum á fullu að móta heilsutæknihraðalinn okkar og við vonumst eftir að geta komið honum af stað í nóvember næstkomandi fyrir sprotafyrirtæki í þeim geira. Þannig að það er margt spennandi fram undan hjá okkur,“ segir Ásta.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: