Innherji er skoðanadálkur ViðskiptaMoggans.
Í þessari viku hefur farið fram útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka og lýkur því í lok dagsins í dag. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, lýsti því yfir í viðtali við RÚV 13. maí að „íslenskir bankar eru meðal öruggustu fjárfestinga sem til eru“. Ummælin voru látin falla í miðju útboðsferli ríkisins á hlut í bankanum þar sem ráðherrann gegnir lykilhlutverki fyrir hönd eiganda.
Slíkar opinberar yfirlýsingar eru afar óvenjulegar og mjög óheppilegar í ljósi reglna og viðmiða um jafnræði og hlutleysi á fjármálamörkuðum. Samkvæmt lögum nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem innleiða reglugerðir Evrópusambandsins um markaðsmisnotkun, er óheimilt að hafa áhrif á verð eða væntingar um verð fjármálagerninga. Meginregla er að tengdir aðilar forðist ummæli sem kunna að hafa áhrif á væntingar fjárfesta á meðan útboð stendur yfir og gildir sérstaklega fyrir þá sem hafa aðgang að viðkvæmum upplýsingum eða gegna trúnaðarstörfum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.