Samkeppnisstaða CCP traust

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP. Ljósmynd/Aðsend

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að samkeppnisstaða CCP sé nokkuð traust. Vörumerkið sé vel þekkt, bæði innan iðnaðarins og meðal spilara, ekki síst vegna þess að fá leikjafyrirtæki í heiminum hafi náð að starfa í meira en tuttugu ár samfleytt. Fanfest-ráðstefnan í Hörpunni sé eitt þeirra tækifæra sem CCP nýti til að styrkja tengslin við viðskiptavini sína – fólk sem er tilbúið að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að ræða geimskip í þrjá daga.

Langtímasýn Hilmars fyrir CCP snýst ekki aðeins um nýja leiki og tækniframfarir heldur einnig um að þróa og reka hagkerfi í sýndarheimum sem virka eins og raunveruleg efnahagskerfi. Hann lýsir miklum áhuga sínum á því sem hann kallar hagkerfisbrölt, bæði innan EVE Online og í nýjum leik sem byggist á rafmynt. „Ég sé mikla framtíð í því að þróa opið tölvuleikjahagkerfi,“ segir hann.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »