Lyfjuappið valið verkefni og stafræn lausn ársins

Lyfjuappið var valið verkefni ársins og stafræn lausn ársins.
Lyfjuappið var valið verkefni ársins og stafræn lausn ársins. Ljósmynd/Aðsend

Lyfjuappið var valið verkefni ársins og stafræn lausn ársins á Íslensku vefverðlaununum sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á föstudag. Þá hreppti Hugsmiðjan þrenn verðlaun og vefur 14islands tvenn. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku vefverðlaununum.

Hugsmiðjan hreppti þrenn verðlaun.
Hugsmiðjan hreppti þrenn verðlaun. Ljósmynd/Aðsend

Mikil fjölgun félagsmanna

Fimmtíu vefir eða stafrænar lausnir voru tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna en þau eru hluti af Degi vefiðnaðarins, sem Samtök vefiðnaðarins standa fyrir, og er uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi. 

„Dagur vefiðnaðarins fór fram úr okkar björtustu vonum. Þetta var stærsta og fjölmennasta verðlaunahátíð í sögu samtakanna - enda var öllu til tjaldað. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á störf samtakanna en nú eru þau að vakna úr dvala. Það hefur orðið mikil fjölgun félagsmanna enda eru samtökin fyrir alla sem vinna í og hafa áhuga á stafrænni þróun og vegferð,“ er haft eftir Bryndísi Alexandersdóttur, stjórnarkonu í Samtökum vefiðnaðarins, í tilkynningunni.

Fimmtíu vefir eða stafrænar lausnir voru tilnefnd.
Fimmtíu vefir eða stafrænar lausnir voru tilnefnd. Ljósmynd/Aðsend

Heiðursverðlaun veitt í fyrsta skipti

Heiðursverðlaun Samtaka vefiðnaðarins voru veitt í fyrsta skipti á föstudag, en þau eru veitt einstaklingum sem hafa lagt sitt af mörkum í þágu vefiðnaðarins í gegnum tíðina. Komu verðlaunin í hlut Möggu Dóru Ragnarsdóttur, stafræns leiðtoga hjá Mennskri ráðgjöf. 

„Magga Dóra þykir fyrirmynd annarra kvenna í vefiðnaðinum og hefur án efa orðið til þess að fleiri konur en bara þær sem læra forritun leita í tæknigeirann. Hún hefur um langt skeið verið þekkt fyrir óbilandi innblástur á sviði notendamiðaðra tæknilausna,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um Möggu Dóru.

Í tilkynninguinni kemur fram að i þakkarræðu sinni hafi Magga Dóra minnst á mikilvægi þess að hafa notandann alltaf í fyrirrúmi í allri hönnun og þróun. 

Magga Dóra hlaut heiðursverðlaunin.
Magga Dóra hlaut heiðursverðlaunin. Ljósmynd/Aðsend

Hér má sjá lista yfir verðlaunahafa á Íslensku vefverðlaununum:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »