Styrmir Snær Þrastarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er farinn frá belgíska félaginu Belfius Mons eftir að hafa leikið með því í tvö ár í sameiginlegri deild Belgíu og Hollands.
Styrmir, sem er 23 ára gamall, hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu. Hann kveður félagið á Facebook þar sem hann þakkar kærlega fyrir sig.
Fram að því lék hann með Þór í Þorlákshöfn frá fimmtán ára aldri og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2021.