Indiana Pacers varð fyrir miklu áfalli þegar liðið missti stjörnu sína Tyrese Haliburton sárþjáða af velli í fyrsta leikhluta í oddaleik úrslitanna í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta gegn Oklahoma City Thunder í Oklahoma í nótt.
Staðan er 25:22 fyrir Oklahoma eftir fyrsta leikhluta en liðið sem vinnur í nótt verður NBA-meistari.
Eftir rúman sex mínútna leik datt Haliburton í sókn Indiana og sleit hásin í leiðinni. Það sást bersýnilega strax og verður hann frá í langan tíma.
Haliburton hafði byrjað leikinn frábærlega og sett þrjá þrista á þessum sex mínútum og því mikill missir fyrir Infdiana.