Hlynur Elías Bæringsson - þvílíka goðsögnin

Ægir Þór Steinarsson í baráttu við Sigtrygg Arnar Björnsson í …
Ægir Þór Steinarsson í baráttu við Sigtrygg Arnar Björnsson í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi

„Ég er rosalega þreyttur,“ var það fyrsta sem Ægir Þór Steinarsson sagði við mbl.is eftir að hann varð Íslandsmeistari í körfubolta með Stjörnunni í kvöld.

„Það er mikill léttir að ná að klára þetta. Ég er orðlaus yfir stuðningnum og vegferðinni sem við höfum verið á til að sækja þennan titil.

Hlynur Elías Bæringsson. Þvílíka goðsögnin að klára ferilinn svona og ekki bara að vera með liðinu en að spila vel líka,“ bætti Ægir við en Hlynur lék sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld.

Ægir Þór Steinarsson með boltann í kvöld.
Ægir Þór Steinarsson með boltann í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Leikurinn í kvöld var jafn og æsispennandi. Stjarnan hafði að lokum betur eftir æsilegar lokamínútur.

„Ég var skíthræddur. Við vorum nálægt því að henda þessu frá okkur en náðum einhvern veginn að klára þetta.

Ég var alveg farinn í dag. Ég náði að sitja saman nokkrar mínútur í fjórða sem hjálpuðu okkur eitthvað. Arnar er kóngurinn og ótrúlega öflugur,“ sagði Ægir en hann og Sigtryggur Arnar Björnsson háðu mikið einvígi alla seríuna.

Stjarnan fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í kvöld.

„Það er einstök tilfinning að sækja þennan titil fyrir Garðabæinn. Ég er stoltur og meyr. Þessi fögnuður er geggjaður. Þetta er búin að vera frábær vegferð. Okkur langaði mikið í þennan. Ég er ótrúlega stoltur af þessu,“ sagði Ægir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »