Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson átti ótrúlegan leik fyrir Maroussi í naumu tapi liðsins gegn Aris, 114:109, í framlengdum lokaleik efstu deildar gríska körfuboltans í dag.
Elvar Már gerði sér lítið fyrir og gaf 17 stoðsendingar auk þess að skora 13 stig og taka fjögur fráköst.
Maroussi endar í næstneðsta sæti deildarinnar með níu sigra og 19 töp.