Tindastóll gekk frá Stjörnunni í lokin

Tindastólsmaðurinn Dedrick Basile brunar í átt að körfu Stjörnunnar með …
Tindastólsmaðurinn Dedrick Basile brunar í átt að körfu Stjörnunnar með Jase Febres á hælunum. Ljósmynd/Jóhann Helgi

Tindastóll er einum sigri frá sínum öðrum Íslandsmeistaratitli karla í körfubolta eftir 110:97-heimasigur á Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna í kvöld. Er staðan í einvíginu 2:1 og fá Skagfirðingar tækifæri til að tryggja sér titilinn í Garðabænum á sunnudagskvöld.

Fyrstu tveir leikhlutarnir þróuðust svipað. Tindastóll náði snemma litlu forskoti og var staðan t.a.m. 14:10 þegar fjórar mínútur voru liðnar. Heimamenn náðu svo 21:12 forskoti þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik.

Stjörnumenn voru hins vegar sterkari í lok leikhlutans og tókst að minnka muninn með þremur þriggja stiga körfum á lokakaflanum. Var staðan því 27:24, Tindastóli í vil, þegar fyrsti leikhluti var allur.

Annar leikhluti var svipaður. Tindastóll var ávallt skrefinu á undan en illa gekk að hrista Stjörnumenn af sér. Að sama skapi náði Stjarnan aldrei að jafna. Liðin skiptust á körfum og Tindastóll hélt litlu forskoti. Var fimm stiga munur í hálfleik, 63:58.

Ægir Þór Steinarsson úr Stjörnunni sækir á Sigtrygg Arnar Björnsson …
Ægir Þór Steinarsson úr Stjörnunni sækir á Sigtrygg Arnar Björnsson úr Tindastóli í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Hilmar Smári Henningsson átti magnaðan fyrsta leikhluta fyrir Stjörnuna og skoraði 20 stig. Sigtryggur Arnar Björnsson gerði 17 fyrir Tindastól.

Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn betur og náði níu stiga forskoti í stöðunni 72:63. Sem fyrr gafst Stjarnan ekki upp og Jase Febres skoraði fimm stig í röð á stuttum tíma eftir að Adomas Drungilas fékk óíþróttamannslega villu fyrir olnbogaskot.

Stjörnumenn nýttu sér það og munaði einu stigi þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta, 75:74. Hlynur Bæringsson kom Stjörnunni svo yfir í fyrsta skipti, 84:83, með þriggja stiga körfu. Sadio Doucouré jafnaði með víti hinum megin og var staðan 84:84 fyrir fjórða leikhlutann.

Adomas Drungilas átti stórleik í vörn Tindastóls í kvöld og …
Adomas Drungilas átti stórleik í vörn Tindastóls í kvöld og reynir hér að stöðva Shaquille Rombley. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Stjarnan komst fjórum stigum yfir í upphafi hans, 88:84. Tindastóll svaraði og Drungilas kom Tindastóli í 91:90 þegar fjórði leikhluti var tæplega hálfnaður. Náði Tindastóll völdum á leiknum eftir það og sigldi að lokum sigrinum í höfn.

Gangur leiksins:: 8:5, 16:12, 21:14, 27:24, 34:33, 46:39, 53:48, 63:58, 72:63, 74:67, 78:76, 84:84, 86:88, 93:90, 101:92, 110:97.

Tindastóll: Dedrick Deon Basile 24/6 fráköst/10 stoðsendingar, Giannis Agravanis 20/4 fráköst, Sadio Doucoure 20/13 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 17/4 fráköst, Adomas Drungilas 13/7 fráköst, Davis Geks 13, Pétur Rúnar Birgisson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Stjarnan: Hilmar Smári Henningsson 22, Jase Febres 20/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/7 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 12, Júlíus Orri Ágústsson 11/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 9/5 fráköst, Shaquille Rombley 8/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 1500

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Tindastóll 110:97 Stjarnan opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »