Haukar meistarar eftir ótrúlega dramatík

Haukar eru Íslandsmeistarar í fimmta skipti.
Haukar eru Íslandsmeistarar í fimmta skipti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta í fimmta skipti eftir sigur á Njarðvík, 92:91, í ótrúlegum og framlengdum oddaleik í úrslitaeinvíginu í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld. 

Haukar unnu þar með einvígið 3:2.

Fyrsti leikhluti var ekkert nema spennandi. Jafnt var á öllum tölum allan leikhlutann. Það vottaði fyrir stressi í báðum liðum sem síðan hristist af þeim þegar líða tók á leikhlutann.

Haukar náðu mesta forskotinu í stöðunni 11:5 en Njarðvíkingar jöfnuðu þann mun með tveimur þriggja stiga körfum og staðan 11:11. Þannig var leikhlutinn í hnotskurn og endaði hann eins og hann byrjaði, jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22:22.

Haukar fagna vel í leikslok.
Haukar fagna vel í leikslok. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar spiluðu mjög agressífa vörn sem sló Njarðvíkinga oftar en ekki út af laginu. Annar leikhlutinn minnti talsvert á fyrstu viðureign liðanna þar sem Haukum tókst að koma í veg fyrir að Njarðvík næði að spila sinn leik.

Náðu Haukar að setja niður stór skot á meðan Njarðvíkingar virtust taugatrekktir og hræddir við að ráðast á vörn Hauka. Heimakonur náðu því að byggja upp gott forskot og fóru með 7 stiga forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 43:36.

Haukar léku á alls oddi í þriðja leikhluta og byggðu upp frábært forskot. Mestur var munurinn 16 stig í stöðunni 61:45 fyrir Hauka. Þann mun náði Njarðvík að saxa niður í 9 stig áður en þriðja leikhluta lauk. Haukar voru miklu betri í þriðja leikhluta.

Njarðvíkurkonur reyndu allt sem í þeirra valdi stóð til að saxa niður forskot Hauka. Minnstur var munurinn 3 stig í stöðunni 76:73 og innan við mínúta var eftir af leiknum. Þá skoraði Þóra Kristín Jónsdóttir þriggja stiga körfu og kom Haukum 79:73 yfir.

Diamond Battles sækir að körfu Njarðvíkur í kvöld.
Diamond Battles sækir að körfu Njarðvíkur í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brittany Dinkins skoraði þá þriggja stiga körfu fyrir Njarðvík þegar 31,1 sekúnda var eftir af leiknum. Njarðvík vann síðan boltann og skoraði Hulda María Agnarsdóttir þriggja stiga körfu og þurfti að framlengja.

Njarðvík komst yfir í framlengingunni en Haukar jöfnuðu. Njarðvíkingar náðu aftur yfirhöndinni og gátu síðan aukið muninn en það tókst ekki. Haukar náðu síðan yfirhöndinni í framlengingunni og þurftu Njarðvíkingar að elta.

Héldu margir að sigur Hauka væri unninn þegar Haukar skoruðu þriggja stiga körfu og innan við mínúta var eftir í stöðunni 91:88 en Brittany Dinkins jafnaði leikinn í 91:91. Diamond Battles skoraði síðan eitt stig úr víti og kom Haukum yfir 92:91 og var það sigurkarfa leiksins. Haukar eru því Íslandsmeistarar eftir svakalegt úrslitaeinvígi við Njarðvík.

Gangur leiksins:: 3:0, 11:5, 16:13, 22:22, 25:26, 32:26, 35:33, 43:36, 47:36, 50:38, 56:45, 63:52, 68:61, 73:63, 75:68, 79:79, 81:83, 92:91.

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 25/6 fráköst/6 stoðsendingar, Diamond Alexis Battles 20/4 fráköst/7 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 14, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 12/8 fráköst, Lore Devos 10/11 fráköst, Agnes Jónudóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 4.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Njarðvík: Brittany Dinkins 28/15 fráköst/6 stoðsendingar, Paulina Hersler 18/14 fráköst/7 stoðsendingar, Krista Gló Magnúsdóttir 15, Emilie Sofie Hesseldal 10/16 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Hulda María Agnarsdóttir 9/7 fráköst, Sara Björk Logadóttir 6, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 39 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson.

Áhorfendur: 1103

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Haukar 92:91 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »