Orri frábær í undanúrslitunum – Óðinn engu síðri

Orri Freyr Þorkelsson skoraði níu mörk fyrir Sporting í dag.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði níu mörk fyrir Sporting í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Sporting vann í dag afar sannfærandi átta marka útisigur á Braga í seinni leik undanúrslita portúgalska bikarsins, 40:32.

Fyrri leikurinn endaði með 38:29 sigri Sporting þannig að samanlagt vann Sporting sautján marka sigur, 78:61.

Orri Freyr Þorkelsson fór á kostum í liði Sporting í dag og skoraði níu mörk.

Óðinn frábær að vanda

Kadetten tók á móti Bern í fyrsta úrslitaleiknum í svissnesku deildinni og óhætt er að segja að spennan hafi verið í algleymingi.

Fór svo að lokum að Kadetten vann eins marks sigur, 34:33.

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórgóðan leik í hægra horninu hjá Kadetten og skoraði átta mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »