Ragnhildur Kristinsdóttir og Andrea Bergsdóttir eru báðar ofarlega eftir þrjá hringi af fjórum á PGA Sweden-golfmótinu sem stendur yfir í Svíþjóð.
Ragnhildur lék í dag á 72 höggum og er samanlagt á fjórum höggum yfir pari vallarins eftir þrjá hringi en hún deilir 27. sætinu með nokkrum öðrum kylfingum.
Andrea lék á 74 höggum í dag og er samanlagt á fimm höggum yfir pari og deilir 36. sæti á mótinu en keppendur eru 133 talsins og nokkrar eiga eftir að ljúka þriðja hringnum.
Katharina Muehlbauer frá Austurríki er með yfirburðastöðu á mótinu en hún hefur leikið á níu höggum undir pari og er sex höggum á undan næstu konu.
PGA Sweden er liður í Let Access-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. Lokahringurinn er leikinn á morgun.