Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, lék prýðilega á lokahring Opna hollenska mótsins á Evrópumótaröðinni í morgun.
Guðrún Brá lék þriðja og síðasta hringinn á 72 höggum og var þannig á pari.
Hún lauk keppni í 53. - 55. sæti á samtals 219 höggum, þremur yfir pari.