Öllum leikjum frestað vegna átaka ríkjanna

Áhorfendur yfirgefa völlinn vegna bilunar á ljósabúnaði á leikvanginum í …
Áhorfendur yfirgefa völlinn vegna bilunar á ljósabúnaði á leikvanginum í leik Punjab Kings og Delhi Capitals. AFP/Shammi Mehra

Öllum leikjum í indversku úrvalsdeildinni í krikket hefur verið frestað vegna átaka Indlands og Pakistans sem hófust á miðvikudagskvöld.

Tæplega 50 hafa látið lífið, flestir í Pakistan, frá því Indverjar hófu loftárásir á Pakistan sem beinst hafa að hryðjuverkabúðum Pakistana.

Yfir nóttina sakaði Indland Pakistan um að hafa ráðist á þrjár herstöðvar með drónum og eldflaugum.

Krikket er geysilega vinsæl íþrótt á Indlandi og í Pakistan en Krikketsamband Indlands tók þá ákvörðun að fresta öllum leikjum úrvalsdeildarinnar um viku.

Indverska úrvalsdeildin er sú ríkasta í heimi en hún átti að standa til 23. maí og eru 16 leikir óspilaðir. Frekari upplýsinga er að vænta á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »