Sádiarabíska liðið Al Hilal sigraði enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City 4:3 í 16-liða úrslitum HM félagsliða í fótbolta í nótt.
Al Hilal mætir brasilíska liðinu Fluminense en það sigraði óvænt Inter Mílanó.
Bernando Silva kom City yfir eftir aðeins níu mínútur og staðan var 1:0 í hálfleik. Marcos Leonardo jafnaði metin fyrir Al Hilal á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og Malcom kom arabíska liðinu 2:1 yfir stuttu síðar.
Erling Haaland jafnaði metin fyrir City á 55. mínútu og leikurinn fór í framlengingu. Kalidou Koulibaly kom Al Hilal 3:2 yfir en Phil Foden jafnaði metin tíu mínútum síðar.
Brasilíski Leonardo skoraði svo sigurmark Al Hilal á 112. mínútu og liðið fer áfram í átta liða úrslit.