Paul Pogba brotnaði niður við undirskrift sína hjá franska knattspyrnufélaginu AS Mónakó.
Pogba, sem er 32 ára gamall, kemur til félagsins á frjálsri sölu en hann hefur ekki spilað opinberan leik síðan í september 2023 þegar hann var úrskurðaður í fjögurra ára keppnisbann vegna meintrar notkunar ólöglegra lyfja.
Bannið var lækkað niður í 18 mánuði og hann getur því byrjað að spila á ný á næsta keppnistímabili.
Pogba er afar þakklátur að fá nýtt tækifæri og brotnaði niður við undirskriftina. Þá þakkaði hann forráðamönnum félagsins einnig fyrir traustið.
— AS Monaco 🇲🇨 (@AS_Monaco) June 28, 2025