Hollenski landsliðsmaðurinn Denzel Dumfries var eltur af vellinum af mótherja sínum eftir 2:0-sigur Inter Mílanó gegn River Plate á HM félagsliða í gær.
Marcos Acuna, fyrrverandi leikmaður argentínska landsliðsins, hljóp á eftir Dumfries í leikslok þegar hann var að fara inn í klefa og það þurfti hóp af leikmönnum til þess að stöðva hann.
Dumfries and Acuña went at it yesterday 😬
— Italian Football TV (@IFTVofficial) June 26, 2025
pic.twitter.com/Nc8QMgZWbB
River Plate er úr leik en Inter fer áfram í 16-liða úrslit og mætir Fluminense.