Verður Ronaldo með á HM?

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP/Fayez Nureldine

Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo gæti verið með á heimsmeistaramóti félagsliða þrátt fyrir að lið hans Al-Nassr sé ekki með á mótinu.

Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði að viðræður væru í gangi við Ronaldo á streymi hjá einum vinsælasta streymara heims, IShowSpeed.

„Já, Cristiano Ronaldo gæti spilað á HM félagsliða. Það eru viðræður í gangi við nokkur félög, svo ef eitthvert félag er að fylgjast með og hefur áhuga á að fá Ronaldo fyrir HM félagsliða... hver veit, hver veit,“ sagði Infantino.

Samningur Ronaldo við Al-Nassr rennur út í sumar en hann gekk til liðs við sádi-arabíska félagið árið 2022 eftir að hafa yfirgefið Manchester United á miðju tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »