Hollendingurinn Giovanni van Bronckhorst er nýr aðstoðarþjálfari enska meistaraliðsins Liverpool.
Fyrrverandi aðstoðarþjálfari Liverpool, John Heitinga, sem spilaði með Van Bronckhorst í hollenska landsliðinu, hætti hjá liðinu til að taka við Ajax á dögunum.
Van Bronckhorst gerði Feyenoord tvisvar sinnum að hollenskum bikarmeisturum, 2016 og 2018 og hollenskum meisturum 2017. Auk þess stýrði hann skoska liðinu Rangers og kom því alla leið í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni 2021/22 og gerði liðið að bikarmeisturum á sama tímabili.
Hann var frábær leikmaður sjálfur en hann spilaði með Feyenoord, Rangers, Arsenal og Barcelona sem hann vann Meistaradeild Evrópu með. Van Bronckhorst var fyrirliði hollenska landsliðsins og spilaði í úrslitaleiknum á HM 2010, sem Holland tapaði gegn Spáni, en það var síðasti leikur hans á ferlinum.
Auk hans kemur Xavi Valero inn í þjálfarateymi Liverpool sem markmannsþjálfari en hann var síðast markmannsþjálfari West Ham. Fabian Otte og Claudio Taffarel eru hættir sem markmannsþjálfarar.
Bidding farewell to the Reds' goalkeeping department ahead of the next campaign are both Fabian Otte and Claudio Taffarel.
— Liverpool FC (@LFC) July 2, 2025
Everyone at LFC thanks Fabian and Claudio for their contributions and wishes them the best for the future 🙌