United endurheimtir þrjá fyrir úrslitaleikinn

Joshua Zirkzee er aftur orðinn leikfær.
Joshua Zirkzee er aftur orðinn leikfær. AFP/Andy Buchanan

Þrír leikmenn Manchester United sem hafa verið á meiðslalistanum að undanförnu tóku fullan þátt á æfingu liðsins í gær og geta því tekið þátt í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham Hotspur í Bilbao á Spáni í kvöld.

Joshua Zirkzee, Leny Yoro og Diogo Dalot æfðu allir með Man. United í gær samkvæmt samfélagsmiðlum félagsins.

Zirkzee meiddist í tapi fyrir Newcastle United 12. apríl og var óttast að hann yrði frá út tímabilið. Bati Hollendingsins hefur hins vegar gengið framar vonum.

Dalot meiddist undir lok apríl og Yoro haltraði af velli í tapi fyrir West Ham United fyrir tíu dögum síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »