Hörður: Einn af frægari völlum Englands

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um síðasta heimaleik karlaliðs Everton á Goodison Park, sem lauk með 2:0-sigri á botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Karlaliðið flytur sig yfir á glænýjan völl við Bramley Moore bryggjuna á næsta tímabili og kvennalið Everton mun framvegis spila heimaleiki sína á Goodison Park.

„Það eru miklar tilfinningar. Þetta er einn af frægari völlum Englands, það er bara þannig. 133 ára saga,“ sagði þáttastjórnandinn Hörður Magnússon.

Umræðuna um Goodison Park má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »