Chelsea fullkomnaði þrennuna

Sandy Baltimore fagnar fyrra marki sínu í dag.
Sandy Baltimore fagnar fyrra marki sínu í dag. AFP/Justin Tallis

Kvennalið Chelsea í knattspyrnu varð í dag bikarmeistari með því að leggja Manchester United örugglega að velli, 3:0, í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Þar með vann Chelsea alla þrjá bikarana sem voru í boði á Englandi; Englandsmeistaratitilinn, enska deildabikarinn og nú bikarinn.

Franski sóknarmaðurinn Sandy Baltimore kom Chelsea í forystu undir lok fyrri hálfleiks þegar hún skoraði úr vítaspyrnu

Varamaðurinn Catarina Macario bætti við öðru marki Chelsea eftir sendingu Baltimore sex mínútum fyrir leikslok og Baltimore skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Chelsea í uppbótartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »