Spánverjinn hetja Chelsea gegn United

Marc Cucurella fagnar sigurmarkinu.
Marc Cucurella fagnar sigurmarkinu. AFP/Henry Nicholls

Chelsea hafði betur gegn Manchester United, 1:0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Var staðan markalaus allt fram að 71. mínútu þegar spænski landsliðsmaðurinn Marc Cucurella skoraði sigurmark Chelsea með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf frá Reece James.

Chelsea er í fjórða sæti með 66 stig, eins og Newcastle og Aston Villa. Newcastle á leik til góða. United er í 16. sæti með 39 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »