Leikmaður enska knattspyrnuliðsins Nottingham Forest liggur á sjúkrahúsi með lífshættulega innvortis áverka.
Hann rakst harkalega á aðra markstöngina í leik gegn Leicester um síðustu helgi með þeim afleiðingum að ristillinn sprakk.
Í aðdraganda atviksins var samherji hans augljóslega rangstæður en aðstoðardómari lyfti ekki flaggi sínu, vegna breytinga sem gerðar voru á rangstöðureglunum fyrir nokkrum árum.
Samkvæmt þeim eiga aðstoðardómarar að bíða með að flagga, þegar ekki er um augljósa rangstöðu að ræða, þar til í ljós kemur hvernig sóknin endar. Þá sé tekin afstaða til atviksins með VAR, myndbandadómgæslunni margumtöluðu, sé þess þörf.
Margir vöruðu við því að þessi breyting kallaði á aukna slysahættu leikmanna og sú hefur verið raunin. Af og til hafa leikmenn meiðst illa í atvikum í kjölfar rangstöðu sem ekki var dæmd strax.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag