Haldið sofandi eftir að hafa skollið á stönginni

Taiwo Awoniyi sárþjáður eftir að hafa skollið á stönginni um …
Taiwo Awoniyi sárþjáður eftir að hafa skollið á stönginni um helgina. AFP/Justin Tallis

Nígeríska knattspyrnumanninum Taiwo Awoniyi er haldið sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir bráðaaðgerð í kjölfar þess að hafa skollið á markstöng í leik með liði sínu Nottingham Forest um liðna helgi.

Ristill Awoniyi sprakk þegar hann klessti á stöngina við að reyna að ná til fyrirgjafar. Hélt sóknarmaðurinn leik áfram eftir langa aðhlynningu en var greinilega þjakaður.

Sky Sports greinir frá því að Awoniyi sé ekki í lífshættu og að ákvörðunin um að halda honum sofandi hafi verið tekin með það fyrir augum að stjórna hjartslætti Nígeríumannsins og koma í veg fyrir að hann hreyfi sig of mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »