Nígeríski knattspyrnumaðurinn Taiwo Awoniyi, sóknarmaður Nottingham Forest, varð fyrir alvarlegum meiðslum á kviði þegar hann skall á markstöng í leik með liðinu gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Í tilkynningu frá félaginu segir að Awoniyi hafi þurft að gangast undir bráðaaðgerð af þeim sökum.
Atvikið átti sér stað á 88. mínútu þegar Awoniyi reyndi að ná til fyrirgjafar. Hlaut hann aðhlynningu á vellinum og hélt leik áfram en gekk sýnilega ekki heill til skógar í Skírisskógi.
Awoniyi kláraði leikinn, sem lauk með 2:2-jafntefli.