Kjálkabrotinn eftir högg frá enska landsliðsmanninum

Alex Scott, til vinstri, er kjálkabrotinn.
Alex Scott, til vinstri, er kjálkabrotinn. AFP/Glyn Kirk

Alex Scott, leikmaður Bour­nemouth  kjálkabrotnaði í leik liðsins gegn Aston Villa í gær í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Hann fékk olnbogaskot frá Tyrone Mings þegar aðeins sex mínútur voru liðnar af leiknum og fór aftur í jörðina eftir samstuð við Amadou Onana. Hann kláraði þó fyrri hálfleik áður en hann fór af velli.

Hann þarf að fara í aðgerð og getur ekki tekið þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni sem eru gegn Manchester City og Leicester.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »