„Mér finnst við eiga mjög mikið inni“

„Það var mjög svekkjandi að tapa þessum leik því við stjórnuðum algjörlega ferðinni undir restina, fengum fullt af færum og vorum óheppnar að skora ekki þrátt fyrir að vera einum manni færri,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í samtali við mbl.is í Thun Arena í Sviss í gær.

Íslenska liðið tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu 2025 gegn Finnlandi í A-riðli keppninnar í kvöld, 1:0, en frammistaða íslenska liðsins hefur oft verið betri.

„Það tók okkur smá tíma, eftir að við missum mann af velli, að endurskipuleggja okkur. Um leið og við fórum að halda miðjunni betur og finna svæðin úti á köntunum, þá fórum við að opna þær. Við þorðum að spila boltanum og halda í hann, það var lykillinn í þessu, þá vorum við að koma okkur í góð færi,“ sagði Agla María.

Nóg eftir af mótinu

Agla María byrjaði á varamannabekk íslenska liðsins en kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 54. mínútu og átti mjög góða innkomu.

„Mér finnst við eiga mjög mikið inni og mér fannst við sýna það á síðustu 25 mínútunum. Við sýndum það og sönnuðum að við getum klárlega unnið hin tvö liðin í riðlinum og það er fínt að þetta hafi verið fyrsti leikurinn, það er nóg eftir,“ sagði Agla María meðal annars.

Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir. Ljósmynd/Jon Forberg
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
OSZAR »