Íslenska kvennalandsliðið varð fyrir miklu áfalli þegar fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir þurfti að fara af velli í hálfleik í upphafsleik Evrópumótsins í fótbolta gegn Finnlandi í Thun í dag.
Glódís settist tvívegis í fyrri hálfleiknum, fyrst eftir um 18 mínútuna leik og þurfti aðhlynningu. Hún gat þá haldið leik áfram en 16 mínútum síðar settist hún aftur. Glódís kláraði þó fyrri hálfleikinn.
Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á í hennar stað þegar síðari hálfleikur hófst.