Glódís nýtur sín í botn sveitasælunni

Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. Ljósmynd/Jon Forberg

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ánægð með móttökurnar sem íslenska liðið hefur fengið í Sviss.

Ísland hefur leik á Evrópumótinu 2025 í dag þegar liðið mætir Finnlandi í upphafsleik mótsins í A-riðli keppninnar í Stockhorn Arena í Sviss.

Glódís, sem er þrítug og að taka þátt í sínu fjórða stórmóti, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stockhorn Arena í gær ásamt landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni.

Allt gert fyrir íslenska liðið

„Móttökurnar hérna hafa verið frábærar,“ sagði Glódís Perla þegar hún var spurð út í fyrstu dagana í Sviss en landsliðið mætti til Sviss á síðasta laugardag.

„Það var tekið mjög vel á móti okkur á hótelinu og við erum þar í þvílíkri sveitasælu. Útsýnið þar er stórkostlegt, alveg niður við vatnið í algjörri ró. Við náum að kúpla okkur alveg út þarna sem er frábært.

Starfsfólk hótelsins hefur gert allt til þess að okkur líði sem best og svo var ótrúlega gaman að koma á æfingasvæðið líka þar sem heimaliðið hérna er að lána okkur völlinn sinn til þess að æfa sem við erum mjög þakklát fyrir,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
OSZAR »