Heimir og Lars sameinast á ný

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck á góðri stundu.
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck á góðri stundu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck munu þjálfa aftur saman dagana 5. og 6. ágúst hjá Valsakademíunni í fótbolta. 

Þessir fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands verða hluti af fjölda fólks sem stendur fyrir Valsakademíunni sem fram fer frá 5.-16. ágúst á Valsvelli. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Lars og Heimir sameina krafta sína í níu ár en þeir voru saman með íslenska karlalandsliðið á árunum 2013 til 2016 og komu því á sitt fyrsta stórmót í sögunni, eins og flestum er kunnugt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »