Markvörður KA í alls kyns brasi (myndskeið)

William Tönning var í brasi á föstudaginn.
William Tönning var í brasi á föstudaginn. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

William Tönning markvörður KA átti ekki sjö dagana sæla þegar Valur sigraði KA-liðið, 5:2, í 13. umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu á Akureyri föstudaginn var. 

Valsmenn komust snemma í 2:0 þökk sé Adam Ægi Pálssyni og sjálfsmarki en Bjarni Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir KA undir lok fyrri hálfleiksins, staðan 1:2. 

Næstu þrjú mörk Valsmanna, sem Tómas Bent Magnússon, Albin Skoglund og Stefán Gísli Stefánsson skoruðu, skráðust öll á markvörðinn sem var í miklu brasi. Hans Viktor Guðmundsson skoraði síðan sárabótarmark fyrir KA undir lokin. 

Mörkin og svipmyndir úr leiknum má sjá á YouTube-síðu Bestu deildarinnar hér að neðan. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »