Við köstuðum stjórninni frá okkur

Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnunnar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar mátti sætta sig við tap gegn Vestra í Bestu deild karla í fótbolta á Ísafirði í kvöld, 3:1.

„Þetta var bara erfiður leikur. Við byrjuðum hann frábærlega, komum vel gíraðir inn í leikinn og vel stemmdir," sagði Jökull við mbl.is eftir leikinn.

„Við vissum hvað við ætluðum að gera og gerðum það vel. Svona fljótlega eftir að við skoruðum markið hættum við því, við svolítið köstuðum stjórninni á leiknum frá okkur.

Eins og þú segir byrjið þið vel og þessi maður á mann pressa virkaði vel í fyrri hálfleik en svo er eins og þið mætið ekki til leiks í seinni hálfleik. Hvað finnst þér um það?

„Við vorum bara off sóknarlega og varnarlega, áttum ekkert í þessum seinni hálfleik. Vestramenn verðskulduðu sigurinn og voru heilt yfir betri í dag.

Hvernig líst þér á framhaldið?

„Frábærlega, það er skemmtilegur leikur á fimmtudag á móti KR. Við getum sem sagt ekki leyft okkur að horfa lengra en það. Við þurfum aðeins að slípa okkur til og ræða málin. Gera okkur svo klára í leikinn," sagði Jökull Elísabetarson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »