Markahrókur og Íslandsmeistari í fimleikum í neðstu deild

Hrvoje Tokic og Martin Bjarni Guðmundsson ásamt þjálfurunum Kristjáni Frey …
Hrvoje Tokic og Martin Bjarni Guðmundsson ásamt þjálfurunum Kristjáni Frey og Sveini Fannari. Ljósmynd/Stokkseyri

Knattspyrnuliði Stokkseyrar hefur borist mikill liðstyrkur fyrir komandi átök í 5. deild karla í sumar þar sem króatíski framherjinn Hrvoje Tokic er genginn til liðs við félagið.

Tokic kemur frá Árborg en hann hefur einnig leikið með Selfossi, Ægi, Víkingi frá Ólafsvík og Breiðabliki í efstu þremur og fimmtu efstu deild hér á landi.

Alls eru mörkin orðin 96 í 135 deildarleikjum hjá Tokic á Íslandi og sex í tíu bikarleikjum.

Auk þess sem Tokic samdi er Martin Bjarni Guðmundsson, margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum, genginn til liðs við Stokkseyri, sem leikur sem áður segir í sjöttu efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »