Framkvæmdir á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum eru langt komnar en vonast er til þess að hægt verði að spila knattspyrnu á vellinum á ný snemma í júní.
Skipt var um undirlag á vellinum í vetur og vor en gervigras mun koma í staðinn fyrir náttúrulega grasið. Nú er aðeins eftir að leggja gervigrasið sjálft en ÍBV stefnir að því að geta spilað á vellinum á árlega Pæjumótinu sem hefst 12. júní.
Á meðan er grasvöllur Þórs heimavöllur ÍBV í úrvalsdeild karla og 1. deild kvenna.