Umræðan um hversu oft þú ættir að þvo á þér hárið er mikið hitamál. Sumir sérfræðingar segja að það sé í lagi að þvo hárið einu sinni í viku svo lengi sem notað er gott sjampó og hárið þitt þoli það. Aðrir halda því fram að það sé ekki góð hugmynd að þvo hárið einu sinni í viku, jafnvel þegar það virðist vera hreint. Hversu oft á maður þá að þvo á sér hárið?
Flestir eru sammála um að ekki skuli líða meira en vika á milli hárþvotta. Það er samt engin algild regla um tíðni hárþvotta þar sem nauðsynlegt er að taka tillit til lífstílsins sem þú lifir.
Þegar hárið er þurrt og þykkt er ráðlagt að þvo hárið að minnsta kosti tvisvar í viku til að fjarlægja öll óhreinindi sem geta safnast upp í hársverðinum og veikja þar með hárið.
Stutta svarið er já. Það er í lagi að þvo hárið á hverjum degi og þeir sem eru með feitan hársvörð eða fíngert hár ættu að þvo það oftar til losna við umframolíu sem getur þyngt hárið.
Daglegur hárþvottur getur hjálpað til ef glímt er við flösu þar sem sjampó fjarlægir sveppinn sem veldur flösunni. Mikilvægt er þó að velja rétt sjampó sem getur hreinsað hársvörðinn án þess að þurrka hárið.
Þeir sem eru með þurran hársvörð eða gróft hár ættu að þvo það sjaldnar til að lágmarka að náttúrulegar olíur hverfi.
Það eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga áður en kemur að því að skipuleggja hvenær skuli þrífa hárið.
Hárgerð þín ákvarðar hversu oft þú ættir að þvo hárið. Hreyfing, vörur og ástand hársvarðar skiptir máli.
Sviti veldur uppsöfnun, ertingu og stífluðum svitaholum í hársverðinum. Því er mikilvægt að þvo hárið ef þú hefur verið á erfiðri æfingu eða þú svitnar mikið. Alltaf ætti að skola eða þrífa hárið eftir heita tíma.
Einn helsti ókosturinn við ákveðnar vörur er að þær auka óhreinindi hársins. Hárlakk, gel og önnur efni geta einnig valdið uppsöfnun og óhreinindum og því skal þvo hárið reglulega til að koma í veg fyrir ertingu.
Ef fólk er í tímaþröng og nennir ekki að þvo hárið oft eru nokkrir hlutir sem hægt er að gera til að lengja tímann á milli hárþvotta. Hægt er að nota þurrsjampó þar sem það getur hjálpað til við að draga í sig olíur og lengja þannig tímann á milli þvotta.
Einnig getur verið sniðugt að nota skrúbb sem inniheldur beta-hýdroxýsýru eins og salisýlsýru til að fjarlægja umfram olíur.