Fimm hlutir sem verða áberandi í vortískunni

Hækkandi sól og betra veður kallar oft á breytingar í klæðaburði fólks. Sumartískan í ár er skemmtileg og einkennist hún meðal annars af litadýrð, einfaldleika og mynstrum. Smartland tók saman fimm hluti sem eru líklegir til þess að vera áberandi í tískunni þetta sumarið.

„Jorts og skorts“

Jorts-buxur, sem eru stuttar gallabuxur, hafa vakið mikla athygli upp á síðkastið. Þær eru stílhreinar og þægilegar í miklum hita á sumrin. Auk þess er auðvelt að stíla þær með öðrum flíkum. Einnig hafa „skorts“, sem eru pils með innbyggðum stuttbuxum, notið vinsælda og tekið flugið. Þær eru líkt og „jorts“ þægilegar og smart, þá sérstaklega ef hlýtt er í veðri. 

Jorts buxur. Fást í Zöru og kosta 5.995 krónur.
Jorts buxur. Fást í Zöru og kosta 5.995 krónur. Ljósmynd/Zara

Litríkar flíkur og mynstur

Litríkar flíkur hafa undanfarið stolið senunni í tískunni og þá sérstaklega eftir að það varð vinsælla að „thrifta“ flíkur frá síðustu aldarmótum. Búast má við að sjá hlýraboli í y2k stíl, föt með litríku blómamynstri, síð pils í lit og skrautlega kjóla í sumar. Kjólar og bolir svipaðir og Yeoman og Stine Goya, mynstraðir og í skærum lit, má einnig búast við að verði áberandi.

Mynstraður kjóll frá Hildi Yeoman, fæst í Yeoman og kostar …
Mynstraður kjóll frá Hildi Yeoman, fæst í Yeoman og kostar 49.990 kr.
Blómakjóll frá Stine Goya, fæst í Andrá og kostar 62.900 …
Blómakjóll frá Stine Goya, fæst í Andrá og kostar 62.900 kr.
Pallíettubuxur og skyrta frá Stine Goya fæst hjá Andrá Reykjavík. …
Pallíettubuxur og skyrta frá Stine Goya fæst hjá Andrá Reykjavík. Buxurnar kosta 29.900 kr. og skyrtan kostar 49.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik

Ballet skór

Undanfarna mánuði hafa „ballet flats“ eða balletskór verið að koma aftur í tísku. Fyrst voru þetta einungis fínir skór frá dýrum merkjum en núna hafa íþróttamerki alþýðunnar tekið við sér og boðið upp á slíka skó á viðráðanlegu verði. Fremst í flokki eru Adidas og Puma en Taekwondo balletskórnir frá Adidas hafa verið gríðarlega vinsælir síðustu vikur. 

Taekwondo ballet skórnir frá Adidas.
Taekwondo ballet skórnir frá Adidas. Skjáskot/Adidas

Kjólar og buxur yfir pils

Íslenskt sumarveður getur verið ófyrirsjáanlegt. Þá getur verið gott að geta farið í nokkur lög af fötum eða „layerað“ eins og það kallast á slæmri íslensku. Að klæðast kjólum og pilsum er hægt allan ársins hring en upp á síðkastið hafa skvísur verið að fara í buxur undir pils í ríkari mæli. Blúndupils og stuttir kjólar eru til að mynda afar smart yfir buxur.

Ljósar, einlita flíkur

Þó að mynstur og litadýrð verði áberandi þýðir það ekki að einfaldleikinn fái ekki að njóta sín í sumar. Hvítar, ljósbláar og kremlitaðar flíkur halda áfram að vera vinsælar þá sérstaklega í einlituðum skyrtum og yfirhöfnum. 

Kremlitaðar buxur. Fást í Zöru og kosta 6.995 krónur.
Kremlitaðar buxur. Fást í Zöru og kosta 6.995 krónur. Ljósmynd/Zara
Hvít blússa. Kostar 5.995 krónur og fæst í Zöru.
Hvít blússa. Kostar 5.995 krónur og fæst í Zöru. Ljósmynd/Zara



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda

OSZAR »