Skims opnar verslun í Lundúnum

Skims framleiðir aðhaldsfatnað, heimaföt, nærföt og sundföt meðal annars.
Skims framleiðir aðhaldsfatnað, heimaföt, nærföt og sundföt meðal annars. Samsett mynd

Undirfatamerkið Skims er í eigu Kim Kardashian og hefur vaxið ógurlega síðan það var stofnað árið 2019. Nú hyggst hún færa út kvíarnar í Evrópu og stefnir á að opna verslun á Regent Street í Lundúnum. 

Skims hefur þó verið fáanlegt í borginni en litlar deildir eru bæði í vinsælu verslununum Harrods og Selfridges. Merkið var stofnað af Kardashian og Svíjanum Jens Grede. Fyrirtækið hefur gert tíu ára leigusamning á einni stærstu verslunargötu Lundúna, Regent Street. Verslunin Ted Baker var áður til húsa í rýminu en skammt frá er verslun 66°Norður. 

Merkið er þekkt fyrir góðan aðhaldsfatnað og nærföt. Síðan hafa þægileg heimaföt og nú sundföt bæst við vöruúrvalið.

Skims-óðir Íslendingar ættu því að gleðjast yfir þeim fregnum að stærðarinnar verslun opni á þessum vinsæla áfangastað.

Kim Kardashian er stofnandi merkisins.
Kim Kardashian er stofnandi merkisins. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda

OSZAR »