Katrín sló í gegn með eyrnalokka Díönu prinsessu

Katrín og Vilhjálmur.
Katrín og Vilhjálmur. AFP

Katrín prinsessa af Wales klæddist hvítum, doppóttum kjól frá ítalska tískuhúsinu Alessöndru Rich í Westminster Abbey þegar konungsfjölskyldan kom saman til að fagna 80 árum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. 

Kjóllinn var með löngum púffermum með stroffi að neðan, tekinn saman í mittið og með litlum rúllukraga. Klassískt snið sem fer aldrei úr tísku og er sérlega elegant.

Katrín valdi einnig lítinn svartan hatt sem er staðalbúnaður hjá konum í bresku konungsfjölskyldunni. Hún valdi einnig sína uppáhaldseyrnalokka en það eru perlulokkar frá Díönu prinsessu heitinnar.

Taskan sem hún hélt á er frá breska fylgihlutamerkinu De Mellier.

Sniðið á kjólnum fer Katrínu vel.
Sniðið á kjólnum fer Katrínu vel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda

OSZAR »