Katrín prinsessa af Wales klæddist hvítum, doppóttum kjól frá ítalska tískuhúsinu Alessöndru Rich í Westminster Abbey þegar konungsfjölskyldan kom saman til að fagna 80 árum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Kjóllinn var með löngum púffermum með stroffi að neðan, tekinn saman í mittið og með litlum rúllukraga. Klassískt snið sem fer aldrei úr tísku og er sérlega elegant.
Katrín valdi einnig lítinn svartan hatt sem er staðalbúnaður hjá konum í bresku konungsfjölskyldunni. Hún valdi einnig sína uppáhaldseyrnalokka en það eru perlulokkar frá Díönu prinsessu heitinnar.
Taskan sem hún hélt á er frá breska fylgihlutamerkinu De Mellier.