Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru saman í fríi með börnum sínum tveimur á spænsku eyjunni Ibiza. Þau slitu samvistum í fyrra eftir níu ára samband. Ástarblossinn er þó ekki kviknaður á ný og segir Albert í samtali við Smartland að þau séu ekki byrjuð aftur saman.
Bæði hafa birt myndir frá dvölinni á samfélagsmiðlum þar sem þau njóta sólar og fallegs umhverfis en passa þó að birta ekki myndir af hvort öðru.
Albert er í mikilli uppsveiflu þessa dagana en hann skrifaði nýverið undir samning við ítalska úrvalsdeildarliðið Fiorentina, eins og mbl.is greindi frá. Hann festi einnig kaup á glæsilegri þakíbúð í Róm og greiddi fyrir hana um 500.000.000 kr.