Hönnunarraðhús selt á 216 milljónir

Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði húsið að innan.
Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði húsið að innan.

Raðhús við Bæjargötu 5 í Garðabæ vakti athygli þegar það var auglýst til sölu. Húsið var teiknað af Davíð Pitt arkitekt og hannað að innan af Rut Káradóttur. Egill Arnar Birgisson og Elva Rut Erlingsdóttir, eigendur verslunarinnar Ebson sem flytur inn gólfefni, eru seljendur hússins. Það komst í fréttirnar á dögunum þegar þau festu kaup á 285.000.000 kr. húsi við Kaldakur í Garðabæ.

Það var einmitt vegna þeirra fasteignakaupa sem raðhús þeirra við Bæjargötu var sett á sölu. Raðhúsið við Bæjargötu stendur á skjólsælum stað í Urriðaholti þar sem útsýni er fallegt. Þegar húsið fór á sölu var það allt nýmálað í litnum Angora Blanket en liturinn var valinn af Rut Kára sjálfri. Auk þess fylgdu teikningar hennar með í kaupunum en hún var búin að teikna upp fleiri breytingar á húsinu.

Nú hefur þetta fallega raðhús verið selt á 216.000.000 kr. Kaupendur eru Elí Úlfarsson og Kristín Viktoría Guðmundsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda

OSZAR »