Hvað verður um allan textílinn þegar fólk fellur frá?

Hrafnhildur Gísladóttir og Hildigunnur Sigurðardóttir.
Hrafnhildur Gísladóttir og Hildigunnur Sigurðardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Textíl Barinn er verslun sem selur textíl, rekur stúdíó og býður upp á rými til sköpunar. Stofnendurnir eru þær Hildigunnur Sigurðardóttir og Hrafnhildur Gísladóttir og sameiginleg ástríða þeirra er endurnýting á textíl eftir nám og listsköpun á því sviði.

Hildigunnur og Hrafnhildur kynntust í námi við textíl í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Hildigunnur er fatahönnuður með BA frá UCA í Bretlandi og starfaði meðal annars hjá hinum virta fatahönnuði Roland Mouret í Lundúnum. Hrafnhildur er tómstunda- og félagsmálafræðingur með menntun í verkefnastjórn á menningarsviði.

Hugmyndin kviknaði þegar annar stofnenda Textíl Barsins var að fara yfir efni og garn úr dánarbúi móður sinnar og hugsaði: „Hvert ætti allt þetta nytsamlega gull að fara og hvað verður um allan textílinn þegar fólk fellur frá?“

Hvert er markmiðið með barnum?

„Textíl Barinn er lausn á endurvinnslu á efnivið sem notaður er við hönnun, handavinnu og listsköpun. Textíll sem Textíl barinn mun endurvinna er garn, efni til saumaskaps og tæki og tól til handverks. Með því að koma þessu efni í hringrásarhagkerfið viljum við taka þátt í að skapa tækifæri fyrir breyttan hugsunarhátt og gera fólki auðveldara að nýta betur það sem til er. Kaupa notað áður en keypt er nýtt,“ segja Hildigunnur og Hrafnhildur.

„Við tökum textílvörur sem hafa áður verið elskaðar, endurvinnum, endurhönnum og gerum vörurnar aðlaðandi og aðgengilegri.“

Skella í eitt gott partý

Í dag verður svokallaður „Happy-hour“ á textílbarnum en á viðburðinum munu þær kynna vöruúrvalið með spennandi tilboðum. Af þessu tilefni ætla þær að skella í eitt gott partý að þeirra sögn.

„Þar sem við erum einnig báðar að vinna með listsköpun í textíl verða verk til sýnis á opnuninni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda

OSZAR »