Hafrún hans Sigmars selur fjölskylduhúsið

Sigmar Vilhjálmsson og Hafrún Hafliðadóttir eru búin að vera kærustupar …
Sigmar Vilhjálmsson og Hafrún Hafliðadóttir eru búin að vera kærustupar í eitt og hálft ár. Ljósmynd/Instagram

Hafrún Hafliðadóttir, kærasta Sigmars Vilhjálmssonar athafnamanns, hefur sett raðhús sitt í Mosfellsbæ á sölu. Um er að ræða 164 fm hús á tveimur hæðum. Húsið var reist 1992 og keypti Hafrún það 2019 ásamt fyrri eiginmanni. Þau eiga hvort um sig 50% hlut í húsinu. 

Húsið er snoturt með hallandi þaki. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og því er húsið hentugt fyrir stóra fjölskyldu. Fallegt fiskibeinaparket er á stofunni sem er á neðri hæð hússins og eru stórir gluggar þar í forgrunni. Fyrir framan stofugluggann er stór og skjólgóður garður með vönduðum skjólveggjum. 

Á neðri hæðinni er eldhúsið og er opið út í garð úr eldhúsinu. Á efri hæðinni, sem er að hluta til undir súð, er að finna herbergi, baðherbergi og stórar svalir. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Furubyggð 34

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda

OSZAR »